Andvaka- þó ekkert á við Stephan G.

Ég er löt. Þetta er yfirveguð niðurstaða. Þó ætla ég að birta hér ferðabók að hætti Jóns Indíafara. Í smáskömmtum. Þegar ég er ekki á ferðalagi, sem er oft. M.a. eitt nú á föstudag. Engin pólitík hér- nema bara lífið sjálft. Ekki skoppa ég svo glatt út úr ísl. raunveruleika.  En  ætla ekki að froðufella hoppandi af stressi, hér á þessari vin í eyðimörkinni. Basta.  Ég er ekki að lesa þriðju og síðustu bók Stig Larsons, einsog níutíu prósent landsmanna eru með nefið niðrí. Lít frekar í Istambúl og hlusta á Rúfus Wainwright núna. Svo þarf ég að vagga hundi í svefn. Þá eru verklok.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband